Um okkur

Markmið okkar í Lifandi Húss

Við leggjum áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt námskeið auk fyrirlestra svo að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Það er ekki áskrift inn í stöðina heldur bjóðum við aðeins upp á lokuð námskeið. Þannig náum við betri tengslum við hvern viðskiptavin og veitum persónulegri þjónustu.

helga-083b

Helga Dóra Gunnarsdóttir

Ég heiti Helga Dóra Gunnarsdóttir,  er fædd og uppalin á Selfossi og bý þar með fjölsyldunni minni. Ég og maðurinn minn Bjarmi eigum tvo stráka og öll erum við mikið íþróttafólk.

Ég hef  alltaf haft mikin áhuga á hreyfingu og öllu sem tengist heilsu og heilbrigði. Hef alltaf verið í íþróttum,  æfði fótbolta og handbolta fram á unglingsár, Var einnig að þjálfa yngri flokka í fótbolta og handbolta. Skipti svo yfir í ræktina í kringum tvítugt. Keppti í fyrsta sinn í Model fitness 2013 og hafnaði í 4 sæti.  Ég útskrifaðist af Íþróttabraut frá VMA árið 2004. Lærði Airbrush og naglafræðingin hjá Hafnarsport og Heilsu og Feguð árið 2008. ISSA einkaþjálfaranám 2012-2013. Foam Flex kennararéttindi og Pilates einnig 2014. Triggerpunktanámskeið 1 og 2. 2016. Einnig hef ég sótt ýmis þjálfaranámskeið eins og: Kröftugt core, þjálfun undir tímapressu, Þjálfum betur, símentunn þjálfara og ég er alltaf að bæta við mig. Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og spennandi.  Heilbrigði og heilsa eru mér gríðarlega mikilvæg og þessi áhugi hvetur mig áfram til að hjálpa öðru fólki í betra form og velja betra fæði og þar með betri líðan og heilsu. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og við eigum aðeins einn líkama sem þarf að hugsa vel um, alltaf.  Góð heilsa er gulli betri, það á bæði við um líkamlega og andlega heilsu. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að hjálpa fólki að ná sínum heilsutengdu markmiðum.  Mitt takmark er að hjálpa viðskiptavinum mínum að ná sínum markmiðum stórum sem smáum.  Hreyfing og góð næring er val um góðan lífstíl. Settu sjálfan þig í fyrsta sæti og leyfðu þér að líða vel á líkama og sál.

Heilsukveðja Helga Gunnars